Upplýsingatækni/Facebook

Úr Wikibókunum
Þessi bók þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikibækur. Skoðaðu sýnibækur til að bæta hana.

Hvað er Fésbók (Facebook)?

Facebook er samfélagsvefur sem var stofnaður í febrúar 2004. Vefurinn er til þess gerður að fólk eigi auðveldara með að halda sambandi við vini, fjölskyldu og vinnufélaga á skemmtilegan og auðskiljanlegan hátt. Fyrirtækið þróar tækni sem gerir fólki kleift að deila upplýsingum um sig, setja inn myndir, kvikmyndir, tengla á áhugaverðar fréttir og þess háttar án þess að þurfa að læra á tæknina sjálfa. Allir geta skráð sig á Facebook og verið í sambandi við vini í traustu stafrænu umhverfi en Facebook er lokað þeim sem hafa ekki skráð sig inn.

Í heiminum í dag eru 175 milljón manns skráð á Facebook sem gerir hann að stærsta samfélagsvef í heimi. Hérna á Íslandi eru tæplega 120 þúsund manns skráðir. [1]

Hvernig skrái ég mig inn á Fésbók (Facebook)?

Facebook býður þér upp á halda utan um samskipti þín við fólkið í kringum þig á skemmtilegan hátt. Fyrst þarftu að fara inn á vefsíðuna sem er á slóðinni facebook.com - [2]. Á forsíðunni er þér boðið að skrá þig inn. Þegar þú skráir þig inn er þér boðið að setja inn upplýsingar um þig sem birtist í litlum dálki á þinni Facebook-síðu.

Almennar upplýsingar - Basic information

Fyrst skráir þú inn kyn þitt og hakar við hvort að þú viljir að það birtist í prófílnum þínum. Margir gætu hugsað að það væri nú óþarfi þar sem augljóst er hvors kyns maður sé en það er gert til þess að maður falli inn í ákveðinn neytendahóp fyrir auglýsingar. Á Facebook er hægt að kaupa auglýsingar þar sem auglýsandinn velur notendur sem eiga að sjá auglýsinguna.

Afmælisdagur - Birthday

Þangað setur þú inn afmælisdag og árið sem þú fæddist og getur svo hakað við hvort þú viljir sýna afmælisdaginn í boxinu sem birtist. Um þrjá möguleika er að velja

  • Ekki sýna afmælisdaginn
  • Sýna einungis afmælisdaginn
  • Sýna afmælisdaginn og fæðingarár.

Heimabær - Hometown

Hérna skráir þú inn í hvaða bæ eða borg þú býrð. Einnig er val um hvort þú birtir þetta í upplýsingaboxinu.

Sambandsstaða - Relationsship Status

Hérna er val um

  • Single - Einhleyp/ur
  • In a relationship - Í sambandi
  • Engaged - Trúlofuð/aður
  • Married - Gift/ur
  • It´s complicated - Það er flókið
  • In an open relationship - Í opnu sambandi

Einnig getur þú tengt sambandsstöðu þína við maka þinn skyldi hann einnig vera á Facebook. Svo um leið og hann samþykkir kemur tilkynning á síður ykkar beggja um að þið séuð í sambandi.

Hef áhuga á - Interested in

Þarna getur þú skráð hvoru kyninu þú hefur meiri áhuga á.

Er að leita að - Looking for

Þarna hakar þú við ástæður þess að þú sért að skrá þig á Fésbók (Facebook). Möguleikarnir eru

  • Vinátta - Friendship
  • Daðra - Dating
  • Finna ástina - A relationship
  • Sýna þig og sjá aðra á faglegum sem og persónulegum grundvelli - Networking

Pólitísk afstaða - Political views

Flestir flokkar á íslandi eru komnir á Facebook þannig að um leið og þú skrifar fyrstu stafina í þínum flokki þá birtist hann. Þú hakar við það sem þér þykir best.

Trúfélag - Religious views

Ekki eru trúfélögin á Íslandi komin á Facebook þannig að þú þyrftir að skrifa inn enskt heiti á þinni trú til að falla í réttan flokk.