Tennurnar okkar

Úr Wikibókunum

Hlutverk tannanna okkar[breyta]

Meginhlutverk tannanna okkar er að tyggja matinn og búa hann undir meltinguna. Tennurnar hjálpa okkur líka að mynda ýmis hljóð, til dæmis væri erfitt að mynda hljóðin sem stafirnir s, f, v, þ og ð ef við værum ekki með heilar framtennur! Heilar og fallegar tennur eru skipta líka verulegu máli þegar við viljum brosa fallega.

Lögun tannanna[breyta]

  • Tennurnar skiptast í framtennur, augntennur, framjaxla og endajaxla.
  • Framtennurnar eru beittar og það er gott að nota þær í að naga fæðuna í sundur.
  • Augntennurnar eru lengstu tennurnar, þær eru sterkar og henta vel í að grípða í fæðuna og rífa hana í sundur. Þær gegna eiginlega sama hlutverki og vígtennur hjá dýrunum!
  • Framjaxlarnir koma fyrir aftan augntennurnar, þá notum við til þess að tyggja með.
  • Aftari jaxlarnir eða endajaxlarnir eru líka notaðir til þess að tyggja og merja fæðuna.


Fjórðungsmynd af tönnunum[breyta]


Barnatennurnar[breyta]

Fyrstu tennurnar fáum við yfirleitt þegar við erum um það bil 6 mánaða gömul og þá eru það oftast framtennurnar í neðri góm sem koma fyrstar! Barnatennurnar eru 20 talsins. Eins og má á myndinni getum við skipt tönnunum í 4 fjórðunga, myndin er reyndar af fullorðinstönnum en tennurnar barnatennurnar samanstanda af 2 framtönnum, 1 augntönn og 2 jöxlum í hverjum fjórðungi!


Fullorðinstennurnar[breyta]

Þegar við missum barnatennurnar fáum við fullorðinstennur, það gerist yfirleitt um 7 ára aldurinn. Fullorðinstennurnar samanstanda af 2 framtönnum, 1 augntönn, 2 framjöxlum og 3 endajöxlum í hverjum fjórðungi, það getið þið séð á myndinni. Endajaxlarnir þrír eru oft kallaðir 6-ára jaxlar, 12-ára jaxlar og svo endajaxlar en þeir síðustu koma yfirleitt um 18 ára aldurinn, en stundum fyrr og stundum seinna.


Verkefni[breyta]

  1. Hvað ert þú með margar tennur?
  2. Hvað ertu með margar barnatennur?
  3. Hvað ertu með margar fullorðinstennur?
  4. Hversu margar framtennur ert þú með?
  5. Hversu margar augntennur ert þú með?
  6. Hversu marga framjaxla ert þú með?
  7. Hversu marga endajaxla ert þú með?
  8. Hvað varstu gamall/gömul þegar þú fékkst fyrstu tönnina þína?
  9. Hvaða tönn fékkstu síðast og hvenær var það?
  10. Teiknaðu fjórðungamynd af tönnunum sem þú ert með núna!


Höfundur[breyta]

Jóhanna Kristín Gísladóttir