Spjall:Inkscape

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikibókunum

Að taka burt eyðingartillögur er ekki rétt „wikiquette“. Tillagan er sett fram í fullri alvöru og þá er rétt að ræða hana hér fyrst. Sá sem gerði tillöguna má líka fá séns á að svara. --Cessator 06:12, 8 ágúst 2007 (UTC)

Þetta er gróft áætlað tveggja daga vinna fyrir mig að fara í gegnum marga tugi af eyðingum Tómasar Árnasonar og taka þær aftur. Í flestum tilvikum var síðunum eytt bara án þess að nokkur umræða færi fram, í sumum tilvikum virðist hann hafa merkt síður með eyðingartillögu 6 águst og eytt þeim út 7. ágúst. Fyrir utan að næstum allar eyðingartillögur hans voru byggðar á misskilningi (ég passa mig hér vandlega á að nota ekki orð eins og heimsku, óvitaskap og vanþekkingu) m.a. því að hann gerði sér ekki grein fyrir að tenglar væru innbyrðis tenglar í wikipedia greinar.

ég hef reynt að fylgja vinnureglum og "réttlæta" beiðni um að síður séu ekki eyðilagðar jafnvel þó að síðum hafi verið eytt án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og að mér virðist bara af handahófi, sennilega vegna einkaskoðunar viðkomandi á hvað hæfði á wikibooks.

það er hins vegar ekki nein röksemd fyrir að ég fylgi ekki wikiquette að aðrir geri það ekki. því hef ég reynt að fara eftir því eins og ég get en til að svona kerfi virki þá verða stjórnendur sem hafa réttindi til að eyða síðum að geta valdið því. --Salvör Gissurardóttir 12:46, 9 ágúst 2007 (UTC)

Þessari síðu á ekki að eyða af sömu ástæðu og ég hef nefnt um margar aðrar síður. Þetta er kennsluefni í ákveðnum hugbúnaði og er einmitt ágætt dæmi um wikibókarviðfangsefni.--Salvör Gissurardóttir 12:46, 9 ágúst 2007 (UTC)

Það er rétt. Þetta á allan rétt á sér hér. --Biekko 13:00, 9 ágúst 2007 (UTC)