Orrustan um Stalingrad

Úr Wikibókunum
(Endurbeint frá Orrustan um stalingrad)
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Upplýsingar um höfund þessarar wikibókar vantar

þýskir hermenn í orrustunni um Stalingrad

Orrustan um Stalíngrad

Orrustan var háð á milli Öxulveldanna (Þýskalands Hitlers og bandamanna þess) og Sovétríkjanna um borgina Stalingrad (nú Volgograd) milli 21. ágústs 1942 og 2.febrúars 1943 í seinni heimsstyrjöldinni, sjá einnig Seinni heimsstyrjöldin (enska wikipedia). Orrustan um Stalíngrad var vendipunktur í styrjöldinni í Evrópu og er af mörgum talin vera blóðugasta orrusta mannkynssögunnar þar sem samanlagt mannfall var yfir 1,5 milljónir manna. Orrustan er vörðuð grimmd og algjöru virðingaleysi fyrir mannslífum bæði hermanna og óbreyttra borgara. Ósigur Þjóðverja í orrustunni kostaði þá 850000 menn auk gífurlegs magns hergagna og birgða. Herir Öxulveldanna náðu sér aldrei eftir ósigurinn og markaði orrustan um Stalingrad upphaf á löngu undanhaldi Þjóðverja og bandamanna þeirra í gegnum Austur-Evrópu sem lyktaði með skilyrðislausri uppgjöf Þjóðverja eftir fall Berlínar 9. maí 1945.

Mikilvægi Stalingrad

Orrustan um Stalingrad var hluti af stærri aðgerðum þýska hersins 1942. Bláa aðgerð eða (e. Operation Blue) Bláa aðgerð var í fáum orðum fengin suður her þjóðverja og var ætlunin að komast yfir olíulindir Sovétríkjanna í Káksus. Borgin Stalíngrad sem stóð á bökkum árinnar Volgu var mikil iðnaðarborg og gengdi veigamiklu hlutverki í samgögukerfi Sovétríkjanna. Að auki bar hún nafn sovéska einræðisherrans Jósefs Stalíns og hafði þar af leiðandi gífurlega pólitíska og siðferðilega merkingu.

Upphaf orrustunnar við Stalingrad

21. ágúst 1942 hóf þýski flugherinn loftárásir á borgina. Í kjölfarið fylgdi árás þýska landhersins. Bardaginn stóð óslitið þangað til þýski hershöfðinginn Friedrich von Paulus gafst upp fyrir sovétmönnum 2. febrúar 1943.

Gangur orrustunnar

Þegar inn í borgina var komið minnkuðu tæknilegir yfirburðir þýska hersins til muna. Orrustan var háð hús úr húsi maður á mann og hvorki gekk né rak. Báðir aðilar urðu fyrir gífurlegu mannfalli án þess að af því væri nokkur sjáanlegur ávinningur. Þjóðverjar sendu sífellt meira lið inn í borginna á kostnað varnarlínu sinnar sunnan og norðan við borgina. Þessar varnarlínur sem að mestu voru skipaðar bandamönnum Þjóðverja, þ.e.a.s. Rúmenum, Ungverjum og Ítölum voru mun verr vopnum búnar en Þjóðverjar sjálfir. Sovésku hershöfðingjarnir Aleksandr Vasilevsky og Georgy Zhukov, hófu stórfellda sókn sem gekk undir nafninu operation Uranus á hina veiku varnarlínu norðan við borgina og króuðu þýska herinn sem taldi um 250000 hermenn inni í borginni. Þann 20. nóvember hófst önnur sókn Sovétmanna sunnan við Stalíngrad. Nú var ekki aðeins spurning um herinn í Stalíngrad heldur var hætta á að allur Kákasus her Þjóðverja króaðist inni.

Umsátrið

Friedrich Paulus hershöðingi þýsku herjanna bað þegar í stað um leyfi til þess að fá að brjótast út úr herkvínni. Hitler og yfirherstjórnin synjuðu honum í sífellu. Hermann Göring yfirmaður flughersins lofaði að halda uppi loftbrú til hins umsetna hers á meðan verið væri að safna saman her til að leysa þá úr umsátrinu. Verkefnið var hins vegar flughernum ofviða, þegar best lét tókst að koma 300 tonnum af birgðum til hersins en hann þurfti 500. Vetur gekk í garð og ástandi hersins hrakaði dag frá degi. Til eru frásagnir af því að glorsoltnir þýskir hermenn hafi lagt sér fallna félaga til munns. Margir þýsku hermannana notuðu síðustu byssukúluna til að taka eigið líf.

Björgunaraðgerðir mistakast

Herinn sem þjóðverjar sendu til þess að reyna að rjúfa umsátrið komst aldrei til Stalíngrad og þýski herinn í Stalíngrad var ofurseldur örlögum sínum 2. febrúar gáfust herir Þjóðverja í Stalíngrad upp. 91000 soltnir, úrvinda og kalnir þýskir hermenn voru teknir höndum. Aðeins um 6000 þessara 91000 snéru lifandi til Þýskalands eftir styrjöldina.

Ítarefni

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: