Maasai

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Aðalheiður Ævarsdóttir

Heimsálfan Afríka býr yfir miklum fjölbreytileika og fjölda ólíkra samfélaga og þjóðernishópa. Hér verður fjallað um Maasai sem er þjóðernishópur sem býr í Kenýa og Norður-Tansaníu. Svæðið sem Maasai búa á er talið vera um 100.000 ferkílómetrar og oft kallað Maasailand. Talið er að fjöldi Maasai sé um 350 – 500 þúsund í Kenýa en ekki er vitað um fjölda í Tansaníu því þar er ekki talið eftir þjóðernishópum.

Fólk af Maasai þjóðerni

Saga[breyta]

Talið er að forverar Maasai hafi komið frá Nílar-svæðinu í Afríku eða Suður-Súdan fyrir árið 1000. Með tímanum settust Maasai að í austur-Afríku í Rift-dalnum sem liggur í gegnum Kenýa og Tansaníu. Maasai urðu með tímanum ráðandi íbúar á þessu svæði, dreifðust um stórt svæði í Kenýa en minna í Tansaníu. Þegar Maasai komu fyrst í Rift dalinn voru þeir hirðingjar en ræktuðu einnig korn, með tímanum snéru þeir sér hins vegar alfarið að hjarðmennsku. Á nýlendu tímanum voru það Bretar sem sóttust eftir landsvæðum í Maasai í Kenýa af miklum ákafa og tóku mörg þeirra undir sig. Þegar Kenýa fékk aftur sjálfstæði fluttu mikið af Maasai aftur á þessi svæði.

Tungumál[breyta]

Maasai tala tungumál sem kallast Maa. Maa-tungumálið tilheyrir hópi Nilotic-tungumála og rekja má uppruna þeirra til svæðisins í kringum Níl. Tungumálið er stór hluti af sjálsmynd Maasai og þýðir Maasai í raun og veru sá sem talar Maa-tungumálið. Einhver rit eru til á Maa-tungumálinu en þau eru ekki mörg. Til gamans: Bless á Maa er Ole Sere.

Trúarbrögð[breyta]

Talið er að um einn fjórði hluti af Maasai fólkinu sé kristið, flestir eru eingyðistrúar. Enkai er orðið fyrir Guð hjá Maasai. Enkai er bæði kvenkyns og karlkyns og birtist í ýmsum formum eins og t.d. tunglinu eða fjöllunum. Trúarleiðtogar eru taldir vera komnir af Guði og eru kallaðir Laibon. Laibon hefur völdin yfir málefnum sem tengjast trú, helgiathöfnum og lyfjum. Samkvæmt trú Maasai var það Guð sem gaf þeim nautgripina og rétt af öllum nautgripum heims.

Sjálfsmynd og aldurskiptakerfi[breyta]

Stór hluti af sjálfsmynd Maasai tengist því að vera hirðingjar og eru nautgripir því metnir mikils. Breyttar aðstæður hafa gert það að verkum að fleiri stunda nú margs konar ræktun. Samfélag Maasai er að hluta til byggt upp í kringum aldurskiptaskeið karlmanna. Maasai karlmenn tilheyra þrískiptu aldurskiptakerfi, til þess að færast á milli stiga í kerfinu þarf að fara í gegnum ákveðnar vígsluathafnir. Á hverju stigi eru karlmenn sem eru fæddir á 5-10 ára tímabili. Meðlimir hvers stigs umgangast mikið og hverju stigi tilheyrar söngvar, sögur og ljóð. Konur tilheyra ekki aldurskiptakerfinu en þær færast á milli stiga samhliða eiginmanni. Fyrir karlmennina er mikilvægum áfanga náð þegar þeir eru umskornir og komast á stig sem kallast moran. Moran eru ungir karlmenn sem eru að verða fullorðnir og sannir Maasai. Ásamt því að stunda hjarðmennsku eru karlmenn á þessu aldursstigi stríðsmenn og verndarar hópsins.

Fatnaður og skartgripir[breyta]

Hefðbundinn fatnaður hjá Maasai er vafinn um mitti eða axlir. Fötin eru alltaf rauð eða með einhverju rauði í, sumir eru í einföldum sandölum. Þegar konur eru giftar bætist við eitthvað blátt undir rauðu klæðin. Bæði kynin ganga með mjög mikið af skartgripum. Þessir skartgripir eru oftast hálsfestar, höfuðskraut og eyrnalokkar úr marglitum perlum. Litirnir eru notaðir til þess að greina hvaða ætt viðkomandi tilheyrir. Einnig er lögð áhersla á að það heyrist í skartgripunum þegar sá sem ber þá fer um. Verja konurnar löngu tíma í að búa til skartgripi.

Húsnæði[breyta]

Húsakynni Maasai eru að taka sífelldu breytingum en hefðbundin hús Maasai (Enkang) eru oftast hringlaga gerð úr spítum, kúgarmykju og gras er notað til einangrunnar. Þökin á húsunum eru misjöfn eftir svæðum en oftast eru þau þó flöt stráþök. Í kringum þorpin eru byggð varnargirðing úr þyrnum. Konurnar sjá alfarið um að byggingu húsa en karlmennirnir um öryggi íbúa. Karlmenn búa í sér húsi og konur og börn saman.

Breyttar aðstæður[breyta]

Á nýlendutímanum í Kenýa var mikið af landi Maasai tekið frá þeim og þar eru meðal annars í dag, búgarðar, verndasvæði og eins konar safarí-svæði sem hefur gert Maasai fólkinu erfiðara fyrir að sjá um hjarðir sínar. Einnig hafa miklir þurrkar gert erfiðara að finna góð beitilönd. Stjörnvöld í Kenýa hafa til dæmis lagt bann við mörgum hefðum sem tengjast Maasai til að mynda hafa verið sett lög um hversu langt moran skeiðið má vera hjá karlmönnum. Aldurskiptakerfið er talið koma í veg fyrir frekari þróun í samfélaginu. Stjórnvöld hafa einnig skikkað Maasai til að senda börn sín í skóla en Maasai hafa veitt því nokkra mótspyrnu meðal annars vegna þess að þá hafa drengirnir ekki tíma til að sinna öllum þeim skyldum sem felast í aldurskiptakerfinu.

Þetta hefur gert það að verkum að mikið af Maasai fólki hefur horfið frá lífsháttum tengdum hjarðmennsku og sest að í eða við borgirnar. Einnig taka Maasai nokkuð þátt í ferðaþjónustu í Kenýa og þá gjarna við að sýna hluta af þeim athöfnum sem stjórnvöld hafa bannað.

Verkefni[breyta]

  1. Skoða umfjöllun um Maasai á netinu.
  2. Bera saman lífsætti Maasai og annar þjóðernishópa í Kenýa.
  3. Athuga hvort ferðaskrifstofur á Íslandi séu með ferðir til Kenýa eða Tansaníu. Er fjallað um Maasai í bæklingum eða kynningarefni. Hvernig er sú umfjöllun?
  4. Hafa aðstæður Maasai breyst mikið undanfarin 20 ára og hvernig lítur framtíðin út?

Krossapróf[breyta]

1 Hvar búa Maasai?

Kenýa og Malaví
Tansaníu og Suður-Afríku
Kenýa og Norður-Tansaníu
Suður-Afríku

2 Hvað heitir tungumál Maasai?

Enska
Swahili
Afrikans
Maa

3 Hvað heita trúarleiðtogar hjá Maasai?

Laibon
Moran
Klerkur
Enkang

4 Í hvað mörg stig skiptist aldurskiptakerfi Maasai karlmanna?

5
8
3
7

5 Hver er helsta ímyndin af Maasi?

Verslunarfólk
Stríðsmenn og hirðingjar
Bændur og hirðingjar
Stríðsmenn og bændur

6 Hvaða litur er helst á fatnaði Maasai?

Rauður
Gulur
Hvítur
Appelsínugulur

7 Hver sér um að byggja húsin hjá Maasai?

Konurnar og karlarnir
Konurnar
Sérstakir smiðir
Karlarnir


Sama próf á Hot potatos formi

Heimildir[breyta]

  • Burner, Edward M. og Barbara Kirshenblatt-Gimblett (1994). „Maasai on the Lawn: Tourist Realism in East Africa.“ Cultural Anthropology, 28. árg., 4. hefti: bls. 435-471.
  • Spear, Thomas (1993). „Introduction.“ Beeing Maasai. Thomas Spear og Richard Waller (ritstjórar). London: James Currey: bls. 1-19.
  • Spencer, Paul (1993). „Becoming Maasai, being in Time.“ Beeing Maasai. Thomas Spear og Richard Waller (ritstjórar). London: James Currey: bls. 140-157.

Culture (2004). Slóðin er: http://www.laleyio.com/maasai Skoðað: 22.apríl

Ítarefni[breyta]

  • [1] Grein á ensku Wikipedia um Maasai
  • [2] Grein á þýsku Wikipedia um Maasai

Vefslóðir[breyta]

  • [3] Síða með upplýsingum um Maasai
  • [4] Safarí í Kenýa þar sem Maasai eru m.a. leiðsögumenn
  • [5] Samtök-Menning og arfleið Maasai
  • [6] Grein á þýsku Wikipedia um þýska konu sem giftist Massai stríðsmanni og flutti til Kenýa