Árstíðirnar

Úr Wikibókunum

Höfundur: Guðlaug Helga Konráðsdóttir

Vetur

Árstíðirnar eru fjórar, vetur, sumar, vor og haust. Hver tími er einstakur og margt sem við gerum er tengt einhverri þeirra.

Á veturna er kalt og þá megum við eiga von á snjó og þá getur verið gaman úti að leika sér. Jólin eru hápunktur vetursins og ljósadýrðin lýsir upp náttmyrkrið sem einkennir árstíðina.

Á vorin vaknar allt til lífsins, gróðurinn fer af stað, birtan eykst og páskarnir koma með fallega gula litnum.

Sumarið er aðaltími ársins að margra áliti. Sumarbyrjun er oft tengt sumardeginum fyrsta, en oft teigir veturinn og vorið anga sína fram yfir þann dag. En á sumrin er byrtan mest og við förum í útilegur og leikum úti langt fram á kvöld.

Haustið er tími rökkursins. Haustlitir gróðursins eru fallegir, við förum í berjamó og réttir. Haustið er undirbúningstíminn fyrir veturinn.

Þannig skiptist árið í fjórar árstíðir og við tökum á móti hverri og einni og njótum hennar út í ystu æsar.


Verkefni:[breyta]

  • Skrifaðu 1 bls um uppáhaldsárstíðina þína.
  • Hvað veistu um árstíðirnar?Krossapróf